Kominn heim, árinu eldri!

Þá er Falu-dvölinni lokið í bili, fer reyndar aftur þangað í lok nóvember.  Þessi vika var frekar róleg – ég fór ekkert út að borða, ekki einu sinni á afmælinu mín en þá var ég reyndar boðinn í mat hjá Þorsteini Ástráðssyni og Berglindi Árnadóttur.  Þau buðu upp á Tikka-lax að hætti Jamie Oliver, sem var virkilega góður.  Ég tók með flösku af Farmer’s Reserve Chardonnay 2008 (94 SEK).  Það er sænskt-amerískt hvítvín, gert úr amerískum þrúgum en blandað af sænskum víngerðarmanni fyrir sænskan víninnflytjanda.  Vín fékk að þroskast í hálft ár í frönskum eikartunnum, sem er auðvitað dálítið óvenjulegt þegar amerísk vín eru annars vegar. Þetta er nokkuð ljóst vín með eikar- og ananaskeim, pínulítið sætt fyrir minn smekk (a.m.k. þegar Chardonnay er annars vegar) en létt og þægilegt og féll vel með laxinum.  Einkunn: 6,5.
farmers reserve label

Vinir á Facebook