Misjöfn uppskera á suðurhvelinu

Ég er alltaf spenntur að fá fréttir af nýrri vínuppskeru, og eins og venjulega koma fyrstu fréttirnar af suðurhveli jarðar:

  • Argentína – Sumarið var þurrt og heitt, jafnvel of heitt fyrir grænu þrúgurnar en rauðvínin ættu að verða nokkuð góð.
  • Ástralía – Þrátt fyrir mikla hitabylgju í ársbyrjun eru vínbændur í Ástralíu nokkuð bjartsýnir á uppskeruna.  Shiraz og Cabernet Sauvignon ættu að verða mjög góð, einkum vín frá McLaren Vale.
  • Chile – Sumarið var þurrt og heitt, en vínin ættu að vera nokkuð góð í flestum héruðum.
  • Nýja-Sjáland – Sumarið var nokkuð gott á Nýja-Sjálandi.  Í Marlborough (syðri eyjan) eru menn mjög ánægðir með Sauvignon Blanc og bæði Pinot Noir og Sauvignon Blanc koma einnig vel út í Martinborough (nyrðri eyjan).
  • Suður-Afríka – Uppskeran þykir einstaklega góð og flestir vínbændur í skýjunum, einkum þeir í Stellenbosch og Paarl.

Sem sagt, Chile og Suður-Afríka þegar kemur að 2009 árgangnum, ásamt Sauvignon Blanc frá Nýja-Sjálandi!

Vinir á Facebook