Páskalambið góða

Í gær elduðum við lambahrygg á gamla mátann – einföld kryddun og hryggurinn eldaður lengi við lágan hita.  Til að fullkomna nostalgíuna þá höfðum við brúnaðar kartöflur, grænar baunir og rauðkál með hryggnum!  Með þessu drukkum við Joseph Drouhin Vosne Romanee 2006.  Klassískur búrgúndari með kirsuberjum, myntu, pipar og dálitlum eikartónum.  Silkimjúkt, í góðu jafnvægi og með langt og gott eftirbragð.  Nánast eins og það væri hannað til að drekka með íslensku lambakjöti!
Keizarinn átti afmæli á laugardaginn og bauð okkur í mat.  Á eftir ætluðum við að drekka Rosemount GSM 2003 en flaskan reyndist vera ónýt, þannig að ég bauð honum upp á aðra flösku í gærkvöldi og hún var eins og GSM á að vera – ávaxtaríkt og kryddað, góð fylling og þétt eftirbragð.
Joseph Drouhin Vosne-Romanée

Vinir á Facebook