Góð kaup í Ríkinu

Á þessum síðustu og verstu tímum er mikilvægt að fá eins mikið fyrir peninginn og unnt er.  Tímaritið Wine Spectator (sem ég vitna gjarnan í) hefur nýlega tekið saman lista yfir þau vín sem vínskríbentarnir telja bestu kaup ársins 2008.  Hér er um að ræða vín sem fá 88 punkta eða fleiri og kosta 20 dollara eða minna.  Ég renndi í gegnum vínlistann hjá ÁTVR og fann nokkur vín sem eru með í þessari samantekt (með fyrirvara um réttan árgang hjá ÁTVR).  Hér er listi yfir vín sem fá 88p+ og kosta undir 3.000 krónum (reyndar eitt vín sem kostar yfir 3.000 krónur en það fær reyndar 92 punkta og fær því að fljóta með, enda gott vín á ferðinni fyrir lítinn pening – þannig séð!):
Bandaríkin

 • Chateau Ste. Michelle Cabernet Sauvignon Indian Wells 2005 (88 punktar – 2477 krónur)
 • Columbia Crest Grand Estates Merlot 2005 (88p – 2198)
 • Wente Chardonnay Arroyo Seco Riva Ranch 2006 (88p – 2690)

Frakkland

 • Chateau Beaumont Haut-Médoc 2005 (88p – 2962)
 • Delas Côtes du Rhône St.-Esprit 2005 (88p – 2470)

Ítalía

 • Castello Di Querceto Chianti Classico (88p – 2490)
 • Fattori di Felsina Berardenga Chianti Classico (90p – 2470)
 • Feudo Arancio Chardonnay Sicilia 2007 (88p – 1939)
 • Planeta La Segreta Bianco 2006 (88p – 1396)
 • St. Michael-Eppan Sanct Valentin Sauvignon 2007 (92p – 3163)

Argentína

 • Alamos Cabernet Sauvignon Mendoza 2006 (88p – 1697)
 • Alamos Malbec Mendoza 2007 (88p – 1697)
 • Luigi Bosca Malbec Reseva 2005 (91p – 2424)
 • Norton Cabernet Sauvignon Reserva 2006 (90p – 1850)
 • Norton Malbec Reserva Mendoz 2006 (90p – 1850)
 • Trivento Amado Sur Malbec Mendoza 2005 (88p – 1999)

Ástralía

 • d’Arenberg The Custodian Grenache 2006 (89p – 1964)
 • d’Arenberg The Dry Dam Riesling 2007 (89p – 1964)
 • Green Point Shiraz 2005 (88p – 2998)
 • Jacob’s Creek Shiraz Reserve 2005 (88p – 2499)
 • Peter Lehmann Semillon Botrytis 2005 (90p – 2299)
 • Peter Lehmann Shiraz 2005 (91p – 2199)
 • Peter Lehmann The Seven Surveys 2005 (90p – 1999)
 • Wolf Blass Chardonnay Yellow Label  2006 (88p – 2089)
 • Yalumba Shiraz Viognier 2006 (91p – 2058)

Chile

 • Carmen Carmenere-Cabernet Sauvignon Reserva 2005 (88p – 1995)
 • Montes Sauvignon Blanc 2007 (89p – 1498)

Þýskaland

 • Dr. Loosen Riesling Dr. L 2007 (89p – 1350)

Spánn

 • Bodegas Beronia Rioja Riserva 2001 (89p – 2398)
 • Santiago Ruiz Rias Baixas 2007 (88p – 2755)

Ég reyndi að gera svipaða athugun á sænska Systembolaget en gafst upp þar sem það er miklu erfiðara að leita í þeirra lista og það þarf eiginlega að leita sérstaklega að hverju einsta víni og því nennti ég einfaldlega ekki!

Vinir á Facebook