Vínin hans Obama

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Barack Obama tekur við embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag.  Að vanda verður boðið til hádegisverðar í þinghúsinu Capitol eftir að hann hefur svarið embættiseiðinn.  En hvað skyldi verða á boðstólum í veislunni?
Jú, svona lítur matseðillinn út:

2009 Inaugural Luncheon Menu

First Course

Seafood Stew
2007 Duckhorn Vineyards Napa Valley Sauvignon Blanc
Seafood Stew recipe

Second Course

A Brace of American Birds (pheasant and duck)
Sour Cherry Chutney and Molasses Sweet Potatoes
2005 Goldeneye Anderson Valley Pinot Noir
Duck Breast recipe | Pheasant recipe

Third Course

Apple Cinnamon Sponge Cake & Sweet Cream Glace
Korbel „Special Inaugural Cuvee“

Áhugasamir geta smellt á tenglana hér að ofan og náð sér í uppskriftirnar að því sem í boði er.  Þó er líklegt að erfitt verði að verða sér úti um anda- og fasanabringur, en líklega ætti að vera hægt að ná í það sem til þarf í fiskisúpuna.  Því miður hef ég ekki uppskriftina að eftirréttinum, en dr. Vino (sjá tengil hér til hliðar) er vægast sagt hissa á vínvalinu, einkum valinu á Korbel freyðivíninu (Kaliforníufreyðivín sem Korbel eru svo djarfir að kalla Kampavín – líklega stefnir þarna í fyrstu milliríkjadeiluna hans Obama og það strax á fyrsta degi!).  Reyndar merkilegt að öll vínin koma frá Kaliforníu – ég hefði sjálfur tekið a.m.k. eitt frá Oregon (t.d. Domaine Drouhin pinot noir – kannski ekki nógu amerískt) og eitt frá Washington (mörg góð hvítvín frá því fylki, þ.á.m. Francis Coppola Sauvignon Blanc – hvað er amerískara en sjálfur Coppola?)

Vinir á Facebook