Kósíkvöld

Eftir langan vinnudag/vakt er gott að slaka á í faðmi fjölskyldunnar, borða góðan mat og drekka gott vín með. Eftir næturvaktina á nýársdag langaði mig í slíkt kvöld. Ég steikti því vel pipraða nautasteik og gerði rauðvíns-„reduction“. Með þessu drukkum við E. Guigal Crozes-Hermitage 2005. Það er enn ansi ungt, smá sveitakeimur (aðallega hesthús og nýjir hnakkar) sem skilar sér einnig í bragðinu. Vin sem á eftir að batna með smá geymslu í kælinum (3-5 ár).

Vinir á Facebook