Kaup ársins

Þegar kemur að því að velja bestu kaup ársins eru mörg vín sem koma til greina.
Bodegas Ramón Bilbao Rioja Crianza 2005 er magnað Riojavín sem kostar aðeins 70 sænskar krónur.  Því miður ekki fáanlegt á Íslandi en engu að ein bestu kaup ársins.

Guigal Côtes du Rhone 2004 er alltaf pottþét að eiga og gengur vel með nánast öllum mat (amk kjötréttum) eða bara eitt og sér.  Kostar 99 sænskar, 2.088 ISK.
Torres Gran Coronas 2004 er gamall klassíker sem alltaf stendur fyrir sínu.  Kostar 92 sænskar krónur, 2.078 íslenskar.
Ventisquero Queulat Carmeniere Maipo Valley Gran Reserva 2005 er alveg magnað vín sem ég féll rækilega fyrir.  Kostar aðeins 102 sænskar krónur en ég myndi glaður borga meira fyrir þetta vín.  Carmeniere því miður ekki fáanlegt á Íslandi en þar fást aftur á móti Cabernet Sauvignon og Sauvignon Blanc, ásamt fleiri tegundum í flokknum Clasico.  Frábært vín – bestu kaup ársins 2008!

Vinir á Facebook