Jólavínin

Í ár brugðum við út af venjunni með jólamatinn okkar.  Við vorum orðin þreytt á þungum og reyktum jólamatnum og vildum prófa eitthvað annað.  Niðurstaðan varð kalkúni sem lagður var í kryddaðan saltpækil og tókst alveg frábærlega vel.  Forrétturinn var risahörpuskel með balsamvinaigrette að hætti Gutta.  Mamma og pabbi hafa verið hjá okkur yfir jólin og þau komu með Rosemount Show Reserve Chardonnay 2006 og Don Melchor Cabernet Sauvignon Private Reserve 1997.  Þetta drukkum við með jólamatnum og það féll í góðan jarðveg.  Chardonnayið silkimjúkt með sítrus- og eikarkeim og fínni smjöráferð.  Don Melchor einnig pottþéttur – dökkur og seiðandi ilmur af leðri, pipar og berjum, góð fylling, þétt áferð með löngu og góðu eftirbragði. Einar Brekkan renndi við hjá ykkur fyrir jól og færði mér eina Casa Lapostolle Cuvee Alexander Pinot Noir 2005.  Með hangikjötinu á jóladag drukkum við svo eina Dr. Loosen Riesling Spätlese 2006.
Áramótauppgjörið er framundan- bestu kaup ársins, vonbrigði ársins og að sjálfsögðu vín ársins!

Vinir á Facebook