Ný vínbúð í Borgartúni

„Ný Vínbúð hefur verið opnuð í Borgartúni 26. Í versluninni, sem er 450 fermetrar að stærð, verður lögð sérstök áhersla á gæðavín og vínráðgjöf. Opnun verslunarinnar er í samræmi við þá stefnu ÁTVR að byggja upp þjónustu með þarfir hinna ólíku viðskiptavina í huga og grundvalla Vínbúðirnar á hvatningu til að njóta áhugaverðrar tengingar matar og vína. “ – Ég þarf að kíkja þangað næst þegar ég er staddur á landinu.
„ÁTVR hefur einnig hafið nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja. Markmiðið er að minna fólk á að umgangast áfengi af ábyrgðartilfinningu og sóma.“ – Gott framtak!

Vinir á Facebook