Topp 100

Þá er hann kominn, topp 100 listinn hjá Wine Spectator. Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart að toppvínið er frá Châteauneuf-du-pape, nánar tiltekið Clos des Papes Châteauneuf-du-Pape 2005, 98 stiga vín fyrir 80 dollara (4000-4500 ef það fengist heima?). Reyndar er 2 af 3 efstu vínunum frá Châteauneuf-du-pape 2005 og 5 af 50 efstu (reyndar 5 af 32 efstu!) enda toppárgangur á ferð og einnig eru nokkur þýsk Riesling 2005 enda var það líka einstaklega gott ár í Moseldalnum. Gamli góði Tignanello árg 2004 er svo í 4. sæti og ég ætla að sjá hvort ég geti ekki pantað mér 2-3 flöskur (verð að hafa hraðar hendur því það eru bara um 60 flöskur til í Svíþjóð). Það sem hins vegar kemur minnst á óvart er að nánast engin vín á topp 100 eru fáanleg á Íslandi (eini líklegi kandidatinn er Rosemount GSM sem er nr. 60). Synd!

Vinir á Facebook