Sushi og Chile

Í kvöld fengum við okkur (eins og svo oft áður) sushi frá Ayako’s sushi í Uppsölum. Með því prófuðum við Montes Alpha Casablanca Valley Chardonnay 2005. Vínið er í reynslusölu í vínbúðinni „minni“ og ég ákvað að slá til. Þetta er hið ágætasta vín. Nokkuð einfaldur eikar- og sítrusilmur sem skilar sér yfir í munninn ásamt ögn af perum og gott ef það er ekki smá smjörklípa með. Gott jafnvægi en eftirbragðið þó í styttra lagi. Passar ágætlega með sushi en má þá vera kaldara en ég hafði það.

Vinir á Facebook