Enn og aftur skiptir Vínsíðan um ham!

Nú hef ég ákveðið að prófa enn eina útfærsluna á Vínsíðunni. Hingað til hef ég lagt heilmikla vinnu í að gera síðuna eins gagnvirka og mér er unnt en það hefur þó verið hálftilgangslaust, því þrátt fyrir að einhverjir virðist líta inn af og til þá eru ekki margir sem tjá sig um það sem hér fer fram og því ekki gott að segja hvort innihald síðunnar sé nokkrum til gagns. Ég ætla þó að þráast við (hef þráast við í bráðum 8 ár og get því allt eins haldið því áfram til eilífðarnóns!) og héðan í frá verður Vínsíðan n.k. bloggsíða, og þ.a.l. mun persónulegri en hún hefur verið undanfarið ár (þegar síðan var keyrð á phpNuke). Ég vona bara að lesendur séu sáttir við þessa breytingu, annars verðið þið að láta mig vita!

Vinir á Facebook