Aukin umferð á Vínsíðunni

Alls voru 77.367 flettingar á Vínsíðunni árið 2006 sem er veruleg aukning (væntanlega) frá fyrri árum. Áður en núverandi stjórnkerfi var tekið í notkun voru heimsóknir á síðuna orðnar rúmlega 30.000 frá árinu 1999 en fram til nú hafa einstakar síðuflettingar ekki verið taldar sérstaklega. Annasamasti mánuðurinn var október með rúmlega 23.000 flettingar. Þegar þetta er skrifað eru flettingar árið 2007 u.þ.b. 3.500 og Vínsíðan vonast því til að komast yfir 100.000 flettingar í ár!

Vinir á Facebook