Karl Bretaprins „hannar“ miðann á Chateau Mouton-Rothschild!

Karl Bretaprins hefur nú bæst í hóp helstu listamanna 20. aldar með því að málverk eftir hann prýðir miðann á Chateau Mouton-Rothschild 2004.
Prinsinn, sem þekktur er fyrir vatnslitamyndir sínar (einkum landslagsmyndir), bætist nú í hóp listamanna á borð við Picasso, Miró, Chagall og Andy Warhol.  Málverkið sem prýðir miðann var ekki málað sérstaklega í þeim tilgangi, en var valið af barónessunni Philippine de Rothschild sjálfri.
2004 árgangurinn kemur á markað nú í vikunni og kostar um 120 evrur flaskan.

Vinir á Facebook