Tenuta San Leonardo Vallagarina 1997

Auga: Dökkt og heillandi vín með mikilli dýpt. Brún rönd. Nef: Það sem er mest áberandi í lyktinni er kúmen sem við höfum ekki fundið áður við vínsmökkun, einnig fannst myntulykt og brenni. Sætur ilmur losnaði við þyrlun sem minntu okkur helst á döðlur. Vottur af lakkrís og marsipani. Þétt lykt með sætum keim, mjög frumleg og skemmtileg lykt.
Munnur: Stórt vín með mikilli fyllingu og gríðarlega kröftugt, minnir á stóru frönsku yrkin.
Mikið vín og verðið eftir því en þó sanngjarnt. 4510,-
Hugmyndir að mat: Það er spurning hvaða matur þolir þetta vín. Framleiðandi og svæði sem við höfum ekki heyrt um áður. Ítalía er orðið mjög spennandi svæði!
Einkunn: 8,0
Umsögn Vínklúbbsins

Vinir á Facebook