Hardy’s Coonawarra Cabernet Sauvignon 1996

Dökkt og fallegt vín að sjá, miðlungs djúpt, þroski kominn vel af stað. Í lyktinni leður, lakkrís, kaffi, grænn pipar, væg eik. Þungur undirtónn sem minnir helst á Cabernet-Shiraz frá Nýja-Heiminum. Í munni er vínið þétt en mjúkt, gott eftirbragð, dálítið smjör. Skortir aðeins breidd. Vín sem er tilbúið.
Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook