Lindemans Coonawarra Pyrus 1996

Miðlungsdýpt, frekar dökkt og brúnleitt vín, rauðbrúnt í kanti – byrjandi þroski. Blýantur, leður, marsipan, brómber, píputóbak (sætt), negull og eik. Svolítil jólalykt. Ekki mikil fylling í annars kröftugu víni. Langt og gott eftirbragð – millibragð aðeins súrt. Keimur af þroskuðum ávöxtum (sulta?). Tilbúið vín.
Einkunn: 8,5

Vinir á Facebook