Lindemans Coonawarra Pyrus 1992

Þetta var alveg meiri háttar vín, þykkt og kröftugt. Sólberin voru sterk í lyktinni en einnig pipar og það var útihúsakeimur inn á milli. Piparinn og lakkrísinn voru fremst í flokki í bragðinu, tannínin mjúk og vínið í frábæru jafnvægi – alveg á toppnum.
Tímaritið WineSpectatorgefur 1994 árgangnum einkunnina 88 og þessa umsögn: „Firm and focused, a tightly wound red with cedary overtones to the core of currant and dark berry flavors. Approachable now, best from 2000 through 2005.“ Vínið er blandað úr Cabernet Sauvignon (70%), Merlot (10%), Cabernet Franc (10%) og Malbec (10%).
Passar vel við nautasteikur, lamb og villibráð.
Einkunn: 9,0

Vinir á Facebook