Casablanca Merlot Santa Isabel Estate 1997

Dökkt vín en aðeins miðlungi djúpt, ungt. Það fyrsta sem okkur datt í hug þegar við lyktuðum af þessu víni var nautakjöt en síðan komu fram leður, eik, brómber og tóbak sem hverfur þó að mestu við þyrlun. Nokkuð margslungin lykt. Í munni er vínið nokkuð þykkt og kröftugt, sérstaklega í eftirbragðinu þar sem kemur fram sterkt krækiberjabragð og mikil eik. Nokkuð sérstakt vín.
Passar best við osta.
Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook