Wolf Blass President’s Selection Cabernet Sauvignon 1995

Vín mánaðarins í febrúar 2000 er hið stórgóða President’s Selection Cabernet Sauvignon 1995 frá Ástralíu. President’s Selection-vínin eru sérvalin af forstjóra Wolf-Blass og því ávallt gæðavara á ferðinni. Þrúgurnar koma frá Barossa Valley, McLaren Vale og Langhorne Creek í Suð-Austur Ástralíu. Vínið er látið gerjast í 28 mánuði í tunnum úr nýrri amerískri og franskri eik.
Hér er á ferðinni vín sem er silkimjúkt og í góðu jafnvægi. Lakkrís- og kryddkeimur umvefur berjabragðið, Eftirbragðið er þokkafullt og langt – kemur eiginlega á óvart! Vínið er vel drykkjarhæft nú en mun batna enn frekar á næstu 5-15 árum.
Einkunn: 8,5 – Góð Kaup

Vinir á Facebook