Tommasi Baciorosa Appassionato 2021

Áfram heldur rósavínsyfirferðin og nú færum við okkur aftur yfir til Ítalíu, í þetta sinn til Veneto. Vínið sem hér um ræðir kemur frá víngerð Tommasi-fjölskyldunnar, sem er okkur að góðu kunn. Vínið er gert úr þrúgunum Corvina, Molinara og Rondinella, sem eru allt klassískar þrúgur í rauðvínum frá Veneto og Valpolicella. Safinn lá stutta stund á hýðinu áður en hann var pressaður og gerjaður. Að lokinni gerjun var vínið látið hvíla í 4 mánuði í stáltönkum fyrir átöppun. Nafnið Baciorosa þýðir víst „koss rósarinnar“ og hæfir víninu vel.

Tommasi Baciorosa Appassionato 2021

Tommasi Baciorosa Appassionato 2021 er föl-laxableikt á lit, með þægilegan og blómlegan ilm af jarðarberjum, hindberjum, ferskjum, sítrónum og hunangi. Í munni er vínið þurrt, með ríflega miðlungssýru og létta fyllingu. Þægilegt eftirbragð með jarðarberjum, hindberjum, ferskjum, sítrónuberki og smá hunangi. 88 stig. Mjög góð kaup (2.499 kr). Fer vel sem kaldur fordrykkur en einnig með laxi, ljósu fuglakjöti, sushi og skinku.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,8 stjörnur (188 umsagnir þegar þetta er skrifað). Ég fann ekki aðrar umsagnir um þennan árgang, en 2020 árgangurinn fékk Gyllta Glasið 2021.

Tommasi Baciorosa Appassionato 2021
Mjög góð kaup
Tommasi Baciorosa Appassionato 2021 fer vel sem kaldur fordrykkur en einnig með laxi, ljósu fuglakjöti, sushi og skinku.
4
88 stig

Vinir á Facebook