The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon 2019

Ég hef lengi verið hrifinn af góðum amerískum Cabernet Sauvignon, en því miður kosta þessi vín yfirleitt dágóðan skilding. Það er reyndar til fullt af ódýrum vínum sem reyna að líkja eftir þessum betri og tekst það yfirleitt illa (með fáeinum undantekningum). Allomi er hins vegar dæmigerður Kaliforniu-Cabernet á þokkalegu verði.

The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon 2019 er dökk-kirsuberjarautt á lit, með sætan ilm af leðri, vanillu, lakkrísk og kakó. Í munni eru stinn tannín, rúmlega miðlungssýra og góður fylling. Vínið er ávaxtaríkt í munni, með kirsuber, plómur, vanillu og lakkrís. 90 stig. Ágæt kaup (5.299 kr). Vín fyrir góðar steikur.

The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon 2019
Ágæt kaup
4
90 stig

Vinir á Facebook