Gerard Bertrand Héritage Cite de Carcassonne „An 1130“ Merlot 2020

Fyrir skömmu fjallaði ég um hvítvín úr nýrri vörulínu Gerard Bertrand sem nefnist Héritage. í þeirri vörulínu er skírskotun til sögu suður-Frakklands. Vínið sem hér um ræðir ber nafnið Cite de Carcassonne “An 1130” og er nefnt eftir samnefndum bæ í Occitaníu. Á þessu svæði hefur verið byggð allt frá lokum steinaldar, og þarna lágu verslunarleiðir milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs. Rómverjar áttuðu sig strax á mikilvægi þessarar hæðar og höfðu þar aðsetur allt þar til Rómaveldi leið undir lok. Fyrsta virkið umhverfis þorpið var byggt árið 1130. Bærinn er nú á heimsminjaskrá Unesco.

Vín dagsins

Hér er á ferðinni vín frá Languedoc-Roussillon og það flokkast sem IGP Cité de Carcassonne. Þetta er hreint Merlot sem hefur fengið stuttan tíma í eikartunnum.

Gerard Bertrand Héritage Cite de Carcassonne „An 1130“ Merlot 2020 er fjólurautt á lit, unglegt með miðlungsdýpt. Í nefinu finnur maður sólber, bláber, vanillu, negul, kryddjurtir og smá steinefni. Í munni eru hrjúf tannín, miðlungs sýra og miðlungs ávöxtur. Leður, bláber og kirsuber í ágætu eftirbragðinu. Góð kaup (2.599 kr). 88 stig. Fer vel með lambi, léttari villibráð og ostum.

Notendur Vivino gefa þessu víni 4,0 í einkunn (73 umsagnir þegar þetta er skrifað).

Gerard Bertrand Héritage Cite de Carcassonne „An 1130“ Merlot 2020
Góð kaup
Gerard Bertrand Héritage Cite de Carcassonne "An 1130" Merlot 2020 fer vel með lambakjöti, léttari villibráð og ostum.
4
88 stig

Vinir á Facebook