Gleymdu vínin…

Síðustu daga ársins hef ég að jafnaði notað til að gera upp árið á Vínsíðunni og í ár verður engin undantekning þar á. Þegar ég byrjaði að taka saman víndóma ársins vissi ég svo sem að ég hef ekki verið nógu duglegur að skrifa um öll þau vín sem ég hef prófað á árinu. Ég átti hins vegar ekki von á að ég hafi aðeins náð að skrifa um helming þeirra vína sem ég smakkaði á árinu. Þegar ég tek saman víndóma á Vínsíðunni og ber saman við það sem ég hef sett inn á Vivino þá sé ég að það vantar yfir 50 víndóma inn á síðuna og því ekki seinna vænna en að skella þeim inn svo að vínin komi til greina við valinu á víni ársins. Ég ætla því að reyna að setja inn óvenju margar færslur nú á síðustu dögum ársins (prinsippið hefur annars verið að hafa í mesta lagi eina færslu á dag). Þær verða því miður í styttri kantinum en stutt færsla er vonandi betri en engin og mikilvægt að gleymdu vínin fái sína færslu.

Vinir á Facebook