Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 2012

Amarone kallast vín sem koma frá Valpolicella-héraði á Ítalíu. Framleiðsluferli þessara vína er nokkuð frábrugðin hefðbundinni víngerð, því þrúgurnar eru loftþurrkaðar áður en þær eru gerjaðar. Eftir þurrkun er sykurinnihald þrúganna mun hærra og þessi vín geta því gerjast lengur. Ekki er óalgengt að Amarone-vín séu um og yfir 15% í áfengisrúmmáli. Að lokinni gerjun er hratið stundum nýtt aftur við gerð s.k. Ripasso-vína. Þetta framleiðsluferli er dýrara en hefðbundin víngerð enda verða Amarone-vína oft eftir því. Það er til að mynda ekki mikið um góð Amarone-vín undir 4.500 krónum í Vínbúðunum.

Það er efni í lengri pistil að skrifa um Amarone-vín og ætlunin að bæta úr því fljótlega!

Vín dagsins

Vín dagsins kemur frá Tommasi-vínhúsinu í Valpolicella. Tommasi-vínin eru Íslendingum vel kunn, enda hafa þau verið vinsæl í mörg ár á Íslandi. Vínið er venju samkvæmt gert úr þrúgunum Corvina, Molinara og Rondinella.

Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 2012 er kirsuberjarautt á lit, með góð dýpt og nokkuð góðan þroska. Í nefinu er dæmigerður Amarone-angan af rúsínum, súkkulaði, tóbaki, timjan og negul. Í munni eru fáguð tannín, fín sýra og nægur ávöxtur. Rúsínur, súkkulaði og tóbak í löngu og þéttu eftirbragðinu. Góð kaup (5.999 kr). 93 stig. Þetta er vín fyrir flottar steikur – naut, lamb og villibráð. Fer líka vel með góðum ostum og dökku súkkulaði. Athugið að í vínbúðunum er 2015 árgangur af þessu víni.

Robert Parker gefur þessu víni 89 stig og Wine Spectator gefur 90 stig.

Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 2012
Þetta er vín fyrir flottar steikur - naut, lamb og villibráð. Fer líka vel með góðum ostum og dökku súkkulaði.
4.5
93 stig.

Vinir á Facebook