Gerard Bertrand Minervois Syrah Carignan 2016

Vínin frá Gerard Bertrand eru íslenskum vínunnendum vel kunn og ég fjallaði aðeins um nokkur þeirra fyrir skömmu. Bertrand er með höfuðstöðvar sínar í Languedoc í suður-Frakkandi og bestu vínekrur hans eru í Minervois. Af þeim koma meðal annars þrúgurnar í flaggskip Gerard Bertrand – Clos d’Ora.

Vín dagsins

Þrúgurnar í vín dagsins koma einnig frá ekrunum í Minervois. Hér er um að ræða þrúgurnar Syrah og Carignan. Að lokinni gerjun er vínið látið liggja í 8 mánuðum á tunnum úr franskri eik og síðan í 6 mánuði á flöskum áður en það fer í sölu.

Gerard Bertrand Minervois Syrah Carignan 2016 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með ágæta dýpt. Í nefinu finnur maður krækiber, sólber, lyng og krydd, Í munni eru ágæt tannsín, fín sýra og góður ávöxtur. Krækiber, sólber, pipar og eik í góðu eftirbragðinu. Mjög góð kaup (2.599 kr). 90 stig. Þetta er vín sem fer vel með rauðu kjöti og ostum. – Sýnishorn frá innflytjanda.

Gerard Bertrand Minervois Syrah Carignan 2016
4
90 stig

Vinir á Facebook