Banfi ASKA Bolgheri 2014

Hér er á ferðinni ágætt ofur-Toskana vín, gert úr Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc. Ég hef áður fjallað um 2012-árganginn og gaf því 9,0 í einkunn (var á þeim tíma ekki að nota 100 stiga skalann) sem jafngildir líklega 90 stigum í dag og 4 stjörnum.

Banfi ASKA Bolgheri 2014 er dökkkirsuberjarautt á lit, með smá þroska, og ágæta dýpt. Í nefinu finnur maður kirsuber, plómur, leður, pipar og vott af negul. Í munni eru stinn tannín, góð sýra og þokkalegur ávöxtur. Tóbak, eik, kakó og leður í góðu eftirbragðinu. 89 stig. 3.899 kr. Fer vel með góðri steik.

Wine Spectator hefur verið að gefa þessu víni 91-93 stig, nú síðast fékk 2015-árgangurinn 93 stig.

Robert Parker hefur verið að gefa þessu víni 89-90 stig.

Banfi ASKA Bolgheri 2014
Fer vel með góðum steikum.
4
89 stig

Vinir á Facebook