Insoglio 2016

Vínunnendur kannast margir hverjir við nafn Antinori-fjölskyldunnar ítölsku, enda þekkt fyrir sum af bestu vínum Ítalíu.  Bræðurnir Piero og Lodovico Antinori stýrðu hvor sínu fjölskyldufyrirtæki um árabil, en fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að starfa saman í nýju verkefni á Tenuta di Biserno í Maremma-héraði í Toscana.  Fyrsta uppskeran kom árið 2003 og sló strax í gegn.  Smám saman hefur þetta verkefni undið upp á sig og vínunum fjölgað.

Vín dagsins

Vín dagsins kemur frá Tenuta Campo di Sasso og flokkast sem ofur-Toscanavín (super-Toscana), því það er að mestu gert úr Syrah en inniheldur einnig Merlot, Cabernet Sauvignon og smávegis af Petit Verdot.  Vínið var látið liggja í 4 mánuði á tunnum úr franskri eik áður en það var svo sett á flöskur.

Tenuta di Biserno Insoglio del Cinghiale Campo di Sasso 2016 er kirsuberjarautt, unglegt með ágæta dýpt.  Í nefinu eru jarðarber, kirsuber, lyng, vanilla og hvítur pipar.
Þykk tannín, ágæt sýra og þokkaleg fylling. Rauð ber, eik og vanilla í góðu og krydduðu eftirbragði. Mjög góð kaup (3.790 krónur). 91 stig. Fer vel með villibráð, nautakjöti, grillmat, pasta, ostum eða bara eitt og sér.

Hvað segja hinir?

James Suckling gefur víninu 92 stig.

Notendur Vivino gefa 3.9 stjörnur (þegar þetta er skrifað).

Þorri Hringsson gefur 4,5 stjörnur.

Vinir á Facebook