Catena Malbec Mendoza 2015

Ég hef lengi verið hrifinn af vínunum frá hinum argentínska Catena Zapata, þó ég verði að viðurkenna að ég hef bara smakkað 4 þeirra, þ.e. þau sem eru fáanleg í vínbúðunum.  „Venjulega“ Malbec er þó í mestu uppáhaldi hjá mér og mér finnst vínkælirinn minn eiginlega vera hálftómur ef það er ekki til a.m.k. ein slík í kælinum.  Í síðustu heimsókn minni í vínbúðina sá ég að 2015-árgangurinn var kominn í hillurnar og stóðst auðvitað ekki mátið að prófa.
Catena Zapata Malbec Mendoza 2015 er kirsuberjarautt á lit, unlegt með ágæta dýpt og fallega tauma í glasinu.  Í nefinu (með fyrirvara vegna kvefsins sem hrjáir mig þegar þetta er skrifað) eru plómur, kirsuber, hindber, krydd og smá tóbak.  Í munni eru góð tannín og fín sýra, ágætur ávöxtur, keimur af kirsuberjum, kaffi og fíkjum í góðu eftirbragðinu.  Góð kaup (2.799 kr).  Fer örugglega vel með pörusteikinni sem er í ofninum.  89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook