Hvítvín frá Montalcino

Margir vínáhugamenn kannast við héraðið Montalcino í Toscana, og flestir vonandi smakkað eitthvað af hinum stórkostlegu Brunello sem þaðan koma.  Brunello eru aðalvínin frá Montalcino, en oft er einnig hægt að gera góð kaup í einfaldari rauðvínum sem nefnast einfaldlega Rosso di Montalcino.  Ég minnst þess þó ekki að hafa áður smakkað hvítvín frá Montalcino en vín dagsins er einmitt þaðan.  Vínhúsið Tenuta Il Poggione framleiðir alveg stórfenglegt Brunello en þeir gera líka alveg ágætt hvítvín sem kallast einfaldlega Bianco di Toscana, sem er í raun einfalt borðvín, en slík vín geta alveg hin prýðilegustu og það á við um vín dagsins, sem er gert úr þrúgunum Vermentino og Chardonnay.
Il Poggione Bianco di Toscana IGT 2015 er strágult á lit og unglegt, fallegt í glasi.  Í nefinu eru sítrónur, hvítur pipar, perubrjóstsykur og rauð epli.  Í munni er keimur af sítrónuberki og smá eik, frísklegt vín í góðu jafnvægi.  Gott matarvín fyrir fisk, grænmeti og ferska osta. 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook