Reyfarakaup

Í hillum vínbúðanna er að finna vín að nafni Balestino Tempranillo.  Það er ekki hlaupið að því að finna miklar upplýsingar um þetta vín og framleiðandann, því samnefnda víngerð virðist ekki vera að finna á netinu, en á flöskumiðanum er gefið upp nafn fyrirtækisins Taster Wine A/S í Danmörku.  Á miðanum er ekki gefið upp upprunahérað en vínið sagt vera Vino Tinto de Espana, s.s. spænskt rauðvín.  Á heimasíðu Taster Wine eru meiri upplýsingar um vínið og það sagt vera frá La Mancha, en líkast til kemur hluti þrúganna frá öðru héraði og þá má strangt til tekið ekki kenna það við héraðið.  Óháð þessu öllu þá er alveg óhætt að mæla með þessu víni og flokka það undir reyfarakaup, því það kostar undir 1.800 krónum!
Balestino Tempranillo Seleccion Privada 2015 er dökkkirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá. Í nefinu finnur maður angan af eik, kirsuberjum, pipar og leðri.  Í munni eru hrjúf tannín, ágæt sýra og þokkalegt jafnvægi, með kirsuberjum, eik og tómötum í eftirbragðinu.  Prýðilegt með grillmat, ljósu fuglakjöti, pottréttum, tapas og hörðum ostum. Frábær kaup (1.798 kr). 86 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook