Kominn tími á Ribera del Duero

Ribera del Duero eða Duero-bankinn nefnist vínhérað í norðurhluta Spánar sem líklega er alveg jafn mikilvægt í spænskri víngerð og Rioja-hérað.  Um héraðið rennur áin Duero sem heldur áfram för sinni yfir til Portúgal þar sem hún fer í gegnum Duoro-héraðið, en þaðan koma púrtvínin mögnuðu.  Í Ribera del Duero ræktar víngerðin Pata Negra m.a. Cabernet Sauvignon, Merlot og Tinta del Pais, sem eru notaðar í það vín sem hér er fjallað um.
Pata Negra Reserva Ribera del Duero 2010 er kirsuberjarautt á lit, unglegt en vottar þó aðeins fyrir þroska.  Í nefinu finnur maður kirsuber, vanillu, anís, ristað brauð og plómur.  Í munni eru þægileg tannín og góð sýra, ágætt jafnvægi, ferskar kryddjurtir, plómur og smá eik.  Vínið hentar vel með grilluðu lambi, þroskuðum ostum og spænskri skinku.  Góð kaup (2.599 kr).  89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook