Bleikur Moët

Líkt og áður hefur komið fram þá eru bleik kampavín búin til með því að bæta rauðvíni út í áður en seinni gerjunin hefst.  Moët & Chandon rósakampavín er u.þ.b. 10% rauðvín (Pinot Noir og Pinot Meunier), en að öðru leyti er vínið gert úr Pinot Noir (40-50%), Pinot Meunir (30-40%) og Chardonnay (10-20%).
Moët & Chandon Rose Imperial er dökklaxableikt á lit, freyðir vel í glasi.  Í nefinu eru rósir, engifer, ristað brauð og jarðarber.  Í munni er vínið þurrt, með keim af ristaðu brauði, smá hindber og vottur af ferskjum, elegant vín.  Tekur aðeins í veskið (8.499 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook