Ares

Í grísku goðafræðinni var Ares guð hernaðar, sonur Seifs og Heru, bróðir Aþenu og elskhugi ástargyðjunnar Afródítu.  Ares heitir líka vín frá Masseria Surani í Pugliu á Ítalíu.  Það er gert úr þrúgunum Primitivo (70%) og Cabernet Sauvignon (30%) og liggur í 6 mánuði á eikartunnum áður en það er sett á flöskur.
Masseria Surani Primitivo AresMasseria Surani Puglia Ares 2014 er kirsuberjarautt, unglegt.  Plómur, kirsuber, pipar og smá mynta í nefinu.  Í munni er frekar kryddað bragð, kirsuber og plómur, mjúk tannín og ágæt sýra.  Ágætt eftirbragð sem heldur sér þokkalega.  Vínið þurfti að eins að fá að anda áður en það fékk að njóta sín til fulls.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook