Góður Brunello!

Í hjarta Toscana á Ítalíu er lítið þorp sem heitir Montalcino.  Á vínekrunum kringum þorpið rækta heimamenn þrúguna Sangiovese, sem þeir héldur reyndar öldum saman að væri önnur þrúga sem þér kölluðu Brunello.  Bestu vín þessa hérað kallast enn Brunello di Montalcino, en þau vín sem fara ekki í sama gæðaflokk kallast Rosso di Montalcino (rauðvín frá Montalcino).  Brunello geta verið stórfengleg vín sem eru í hópi þeirra bestu frá Ítalíu.  Í Brunello fara einungis Sangiovese þrúgur, og vínin þurfa að liggja minnst 2 ár á eikartunnum áður en þau fara á flöskur í minnst 4 mánuði áður en heimilt er að selja þau.  Rosso di Montalcino þarf hins vegar bara að vera 6 mánuði í eikartunnum og alls 1 ár í geymslu áður en þau fara í sölu.  Flestir framleiðendur notast við tunnur úr Slavónskri eik, sem gefur víninu ekki jafn mikinn eikarkeim og t.d. frönsk eða amerísk eik (Slavónía er hérað sem tilheyrir Króatíu)  Vín dagsins kemur frá víngerðinni Casisano, sem nú tilheyrir Tommasi-fjölskyldunni.  Tommasi hefur haft höfuðstöðvar sínar í Valpolicella en er nú einnig að hasla sér völl í Toscana.
Casisano Brunello 2011Casisano Brunello di Montalcino 2011 er dökkmúrsteinsrautt, með góða dýpt og örlítinn þroska. Í nefinu finnur maður smá rúsínur, tóbak, leður og plómur.  Góð fylling og jafnvægi, tannínin aðeins farin að mýkjast, smá sveskjukeimur, ágætt eftirbragð. Gott með kjötréttum hvers konar og þroskuðum, hörðum ostum (5.499 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook