Rúsínan í pylsuendanum – fimm stjörnu vín!

Lokavínið á þessum fyrsta vínklúbbsfundi vetrarins var sko ekkert slor!  Það kom úr einkasafni Smára gestgjafa, og var auðvitað frá Bourgogne.  Menn þurftu ekki að hugsa sig lengi um áður en þrúgan, landið og svæðið voru komin á hreint, en síðan sló hann okkur alveg út af laginu.
drouhin-clos-des-mouches-1997-litilJoseph Drouin Beaune Clos des Mouches 1996 er fallega kirsuberjarautt á lit, með mikla dýpt og er orðið nokkuð þroskað.  Í nefinu finnur maður mikinn ávöxt, jafnvel sveskjur, útihús og smá gráðaost! Í munni er vínið í mjög góðu jafnvægi, með góðan ávöxt, þétt og kryddað með frábæru eftirbragði.  Þegar þetta vín fékk umsögn í Wine Spectator árið 1998 fékk það ekki nema 87 stig og var ekki talið búa yfir langlífi.  Þeir hafa þó misreiknað sig í þeirri umsögn og klárlega vanmetið þennan frábæra árgang í Bourgogne, því vínið er greinilega á hápunkti sínum núna, þó það eigi sennilega ekki mörg ár eftir.  Vínklúbburinn gefur þessu víni 96 stig – frábært vín!
Smári – takk fyrir okkur!

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook