Casa Lapostolle Cabernet Sauvignon Cuvée Alexandre 2010

Ég er mikill aðdáandi Lapostolle-víngerðarinnar í Chile, enda mörg frábær vín sem koma frá þeim.  Flaggskipið þeirra, Clos Apalta (2005-árgangurinn), var valið vín ársins 2008 hjá Wine Spectator og það kom þeim auðvitað rækilega á kortið í vínheiminum. Cuvée Alexandre-línan er líka gríðarlega góð og bæði cabernet sauvignon og chardonnay hafa verið að fá um og yfir 90 stig undanfarin ár hjá Wine Spectator.  Cuvée Alexandre-línan er lífræn og að mínu mati ein sú besta sem okkur stendur til boða í vínbúðunum.
Casa lapostolle cabernet sauvignonCasa Lapostolle Cabernet Sauvignon Cuvée Alexandre 2010 er dökkrautt, með góða dýpt, farið að sýna smá þroska. Í nefinu er leður, leður og aftur leður. Lakkrís og sólber, kaffi, pipar, amerísk eik. Í munni eru góð tannín sem eru farið að mýkjast aðeins, hæfileg sýra, vínið eru í góðu jafnvægi, með kirsuber, negul, eik og lakkrís. Gott eftirbragð en kannski aðeins of stutt. Þetta vín fékk 92 punkta hjá Wine Spectator og komst inn á topp-100 listann fyrir ári 2012 (lenti í. 68. sæti). Mjög góð kaup (2.998 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook