Fleiri rósir

Enn bætist í rósavínsflóruna í Vínbúðunum og að þessu sinni skal fjallað um enn eitt vínið frá Languedoc í Suður-Frakklandi, nánar tiltekið frá Domaine Paul Mas.  Árið 2015 var ákaflega gott í Languedoc og líklegt til að teljast til betri árganga á þessu svæði.
Cote Mas Rose AuroraCote Mas Sud de France Rosé Aurore 2015 er gert úr þrúgunum Grenache, Cinsault, Syrah (allt rauðar þrúgur sem eru undirstaðan í vínum frá þessu svæði).  Þetta er fallega ljósbleikt vín með angan af jarðarberjum, sítrus og smá kirsuber.  Frísklegt og gott í munni, þægilegt eftirbragð sem heldur sér ágætlega.  Prýðisgott vín sem hentar vel með salati, ljósu fuglakjöti (grillaður kjúklingur) og jafnvel hamborgurum eða bara sem góður svaladrykkur.  Þetta rósavín telst í hópi þeirra betri sem ég hef smakkað. Mjög góð kaup (1.980 kr, kemur í búðir í júlí).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook