Alion Ribera del Duero 2011

Vega Sicilia er, eins og áður hefur komið fram staðsett í Ribera del Duero, þar sem það framleiðir flaggskipið Unico, en Vega framleiðir einnig vín undir merkinu Alion.
Alion Ribera del Duero 2011Alion Ribera del Duero 2011 er hreint Tempranillo, sem hefur fengið að þroskast vel í frönskum eikartunnum.  Það er dökkrautt, djúpt, unglegt.  Í nefinu finnur maður rauð ber, leður, plómur og pipar, smá kaffi.  Í munni eru mikil tannín, góð sýra.  Plómurnar og kaffið koma fram þegar vínið opnar sig (aðeins lokað í fyrstu, þarfnast umhellingar), mikið og gott eftirbragð.  Kostar 7.757 krónur (fæst ekki í vínbúðunum eins og er).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook