Macán Rioja 2011

Í Rioja er Vega Sicilia í samstarfi við Benjamin de Rothschild og framleiðir rauðvín sem nefnast Macán og Macán Clasico.  Ólíkt því sem maður á að venjast, t.d. frá Ítalíu, þá er Macán aðalvínið og Macán Clasicó er vín númer 2. Bæði vínin eru hrein Tempranillo sem hafa fengið að liggja í frönskum eikartunnum til að þroskast.  Þessi vín hafa verið að fá góða dóma hjá gagnrýnendum, og þannig er Wine Spectator að gefa 2009-árgangnum 88 stig og 2010-árgangurinn fær 91 stig.
Macán Rioja 2011Macán Rioja 2011 er djúprautt, góð dýpt.  Leður, eik, krydd, sólber, plómur og tóbak.  Dálítið lokað og þarfnast umhellingar áður en það er drukkið, svo það nái að opna sig.  Súkkulaðitónar í eftirbragðinu, smá vanilla. Góð tannín, gott jafnvægi.  Gott nautavín.  Kostar væntanlega um 6 þúsund í vínbúðunum sem er aðeins í dýrari kantinum fyrir vín í þessum gæðaflokki.  Myndi óhikað borga 4.000 – 4.500 fyrir þetta vín.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 1 Meðaltal: 5]

Vinir á Facebook