Meira Beronia

Vínin frá Beronia í Rioja eru nokkuð örugg kaup, a.m.k. þau vín sem ég hef smakkað hingað til.  Nýlega smakkaði ég tvö vín sem ég hef ekki prófað áður, úr þrúgum sem ekki rata á mitt borð á hverjum degi.  Þetta eru einnar þrúgu vín

Beronia Graciano Collection 2011 er gert úr þrúgunni Graciano.  Það er kirsuberjarautt, unglegt.  Berja- og vanillukeimur, ásamt fjólum og kryddjurtum (einkum mynta) og smá súkkulaði.  Í munni eru tannínin farin að mýkjast aðeins, jafnvægið er gott og ágætis fylling.  Gott eftirbragð sem heldur sér vel.  Einkunn: 8,0 – Góð kaup á  2.765 krónur. Mæli eindregið með þessu víni!  Hentar vel með ostum og spænskri skinku, ræður vel við grillaðan kjúklingu og myndi örugglega geta tekið fleiri grillrétti. Þetta vín á býst ég við að kaupa oftar!

Beronia Mazuelo Reserva 2008 er gert úr þrúgunni Mazuelo.  Kirsuberjarautt, ekki mikil dýpt.  Berjakeimur, þurrkaðir ávextir, lakkrís.  Í munni var það full súrt fyrir minn smekk, skortir fyllingu og var ekki nógu spennandi, fannst mér.  Einkunn: 6,5. Kostar 2.666 krónur.  Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi þrúga á að vera og væri alveg til í að smakka fleiri vín af þessari tegund til að átta mig betur á henni.

Vinir á Facebook