Nokkur góð frá Washington

Unnendur vína frá Washington fylki geta glaðst yfir því að það er ágætis úrval fáanlegt í vínbúðum á Íslandi og í Svíþjóð.  Tímaritið Wine Spectator gerði nýlega úttekt á vínum þaðan og ég kannaði hvaða vín eru fáanleg í okkar vínbúðum.  Vínin fá flest afbragðsdóma og mörg þeirra eru á mjög aðgengilegu verði:

  • Chateau Ste. Michelle Cabernet Sauvignon Indian Wells 2008 – 90p – 3498 ISK / 179 SEK
  • Chateau Ste. Michelle Chardonnay Columbia Valley 2008 – 87p – 129 SEK
  • Chateau Ste. Michelle Riesling Columbia Valley 2008 – 87p – 119 SEK
  • Chateau Ste. Michelle Riesling Columbia Valley 2009 – 89p – 2298 ISK
  • Columbia Crest Merlot Columbia Valley Grand Estates 2007 – 87p – 2597 ISK / 129 SEK
  • Charles Smith Cabernet Sauvignon Columbia Valley 2007 – 90p – 174 SEK
  • Charles Smith Chardonnay Eve 2008 – 87p – 110 SEK
  • Charles Smith Merlot Velvet Devil 2008 – 87p – 110 SEK
  • Charles Smith Riesling Kung Fu Girl 2009 – 90p – 110 SEK
  • Charles Smith Syrah Boom Boom! 2008 – 87p – 124 SEK
  • Pacific Rim Riesling Columbia Valley 2009 – 89p – 1890 ISK
  • Pacific Rim Riesling Dry Columbia Valley 2008 – 89p – 1990 ISK
  • Snoqualmie Merlot Columbia Valley 2007 – 86p – 2685 ISK

Ég var lengi vel mjög hrifinn af vínunum frá Columbia Crest og Chateau Ste. Michelle, en þau hafa hins vegar ekki verið fáanleg í Svíþjóð að neinu viti og reyndar hefur minna borið á þeim á Íslandi undanfarin ár.  Hins vegar er mikið til af vínunum frá Chateau Ste. Michelle á Íslandi og í Svíþjóð bendi ég sérstaklega á vínin frá Charles Smith.  Ég hef prófað Boom Boom! Shiraz og var nokkuð hrifinn af því og ég gæti vel hugsað mér að prófa önnur vín frá þessum framleiðanda.

Vinir á Facebook