Ítalskur ástrali eða ástralskur ítali?

Nú í vikunni kíkti Einar Brekkan við og færði mér eina flösku af Rosemount Sangiovese 2006.  Þetta vín er hálfgerður bastarður, en í góðri merkingu þess orðs.  Fyrir mér er sangiovese nánast eins ítalskt og hugsast getur, en Rosemount ekta „down under“ ástrali.  Ég hefði þó alveg getað keypt þá fullyrðingu að þetta væri Chianti, því hér er virkilega gott vín á ferðinni.  Unglegt, létt að sjá.  Ilmur af fjólum, lakkrís og kryddi.  Létt og skemmilegt í munni, líður vel í gegn.  Smellpassar með ítölskum mat.  Einkunn: 7,5 – Góð Kaup (þarf að sérpanta).

Vinir á Facebook