Góð kaup í ríkinu/systeminu

Í nýlegu Wine Spectator var listi yfir 500 vín sem ritstjórarnir telja vera mjög góð kaup.  Ég kíkti aðeins á það hvað væri til í Vínbúðum ÁTVR og í sænska Systembolaget.  Hér er stuttur listi yfir það sem fáanlegt er í verðflokknum ISK 2300-2800 /SEK 100-150 ($16-$20).  Vín í þessum verðflokki þurftu að fá a.m.k. 90 punkta til að komast á listann. (B) þýðir að vínið þarf að sérpanta.
Rauðvín:
Peter Lehmann Shiraz Barossa 2006 – 91p – $16 – SEK  119 – ISK 2499
Yalumba Bush Vine Grenache 2008 – 90p – $17 – SEK  109
Chateau de Montfaucon Cotes du Rhone 2006 90p – ISK 2351
Trivento Malbec Golden Reserve 2007 – 90p – ISK 2799
Hvítvín:
Peter Lehmann Riesling Eden Valley 2008 – 90p – $16 – SEK 114 (B)
Fairview Viognier Paarl 2007 – 90p – $20 – SEK 145 (B)
Ég ætla að kíkja betur verðflokkana $13-$15, sem þurfti minnst 85 punkta til að komast á listann, $10-$12, sem þurfti minnst 83 punkta, og undir $10, sem þurfti minnst 80 punkta til að komast á listann. Athugið að þetta eru 500 vín sem ég þarf að fletta upp á tveimur heimasíðum, og það tekur smá tíma!

Vinir á Facebook