Út að borða í Berlín

Í gær kom ég heim frá Berlín, þar sem ég var staddur á sameiginlegu þingi Evrópsku krabbameinssamtakanna og Evrópusamtaka krabbameinslækna.  Í ferðinni komst ég á nokkra góða veitingastaði sem óhætt er að mæla með fyrir þá sem eru staddir í Berlín og vilja fá góðan mat.
Fyrst skal nefna Restaurant NU, svalan asískan stað sem stendur við Schlüterstraße 55 í hverfinu Charlottenburg.  Frábær matur, vel útilátið og á góðu verði.  Einnig mæli ég með Restaurant Duke sem er á Hotel Ellington við Nürnberger Straße 50.  Staðnum mætti helst lýsa sem frönskum fusionstað, góður og fallegur matur en aðeins dýrari en á NU.  Flottur vínlisti skemmir ekki fyrir.  Þar fékk ég mjög góðan skötusel og með því yndislegan Sancerre.

Berlin-brandenburg-gate

Vinir á Facebook