Prestavín

Í gær kom ég heim frá Falun og okkur langaði í eitthvað gott að borða.  Fyrst vorum við að spá í að grilla en nenntum því eiginlega ekki og enduðum á því að fá okkur Sushi.  Með því drukkum við Saint Clair Vickar’s Choice Sauvignon Blanc 2008.  nafnið mun vera dregið af því að prestlærður ættingi framleiðendanna kvað þetta vera uppáhaldsvín sitt og því hlaut það nafnið Vickar’s Choice (vín prestsins). Nokkuð frísklegt vín og dæmigert fyrir Sauvignon Blanc (sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér um þessar mundir) – sítrus- og blómakeimur, góð sýra og ágæt fylling.  Gengur vel með sushi en hefði mátt vera aðeins kaldara.  Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook