Í gær kom ég heim úr stuttri útlegð í Dölunum. Guðrún eldaði Lasagna og mig langaði í eitthvað ítalskt vín með því. Ég skrapp því út í Vínbúð og kom heim með Villa Puccini Toscana 2006. Vínið kostar ekki nema 83 SEK / 1.798 ISK og er hverrar krónu virði! Þetta er djúprautt vín með nokkuð þéttum eikar- og leðurilmi með vott af kirsuberjum og kryddi. Þessi sömu einkenni skila sér í bragðinu og vínið er nokkuð þétt, í góðu jafnvægi, mjúk tannín og sýra, vel fyllt með góðu eftirbragði. Passaði eins og flís við rass með lasagnanu. Ég gef þessu víni einkunnina 8,5 – góð kaup! Það gengur líka vel með öðru pastaréttum með bragðmikilli tómat- eða kjötsósu
Þegar ég er í Dölunum passa ég upp á að vinna svolítið í vínbókinni minni og þessa vikuna var ég að skrifa um Beaujolais. Ég fór þá að rifja upp að það er ansi langt síðan ég keypti mér alvöru Beaujolais-vín og ákvað því að slá til í gær – tók með eina Cru Beaujolais. Nánar um það að lokinni neyslu!