Gómsæt gæs

Í gær ákváðum við að það væri kominn tími á gæsabringurnar sem við höfum átt í frystinum síðan í fyrra.  Það er auðvitað ómögulegt að láta svona fínt kjöt bíða of lengi og því ekki seinna vænna en að gæða sér á þessu lostæti.
Ég ákvað að nota uppskrifina sem er að finna í Landsliðsbók Hagkaupa og er komin frá Eyþór Rúnarssyni, sem m.a. hefur eldað á veitingastaðnum Ó á Óðinsvéum – Gæsabringur með brúnkáli, sellerírótarmús og kirsuberjum – en ég ákvað samt að sleppa kirsuberjunum og var í pínulitlu tímahraki þannig að ég eldaði bringurnar á „gamla mátann“ – steikti á pönnu og stakk svo inn í ofn í smá stund!  Eflaust eru bringurnar mjög safaríkar ef þær eru eldaðar að hætti Eyþórs, en við söknuðum þess að hafa enga sósu með.
Með þessu drukkum við eitt af okkar uppáhaldsvínum, Seghesio Zinfandel 2007 – dásamlegt vín sem er ekki mjög dýrt (170 SEK).  Ég þarf að fara  að kaupa meira af þessu á meðan það er til í systeminu!

Vinir á Facebook