Vín á tímum stjórnarkreppu

Þegar stjórnir falla á umbrotatímum er mikilvægt að setjast niður og íhuga málin vel og vandlega.  Við slíkar íhuganir er mikilvægt að réttur vökvi sé við hönd.  Hver vökvinn svo á að vera fer auðvitað eftir því hvaða hug menn bera til tíðindanna.
Þeir sem syrgja stjórnina ættu að taka sér púrtvínsglas í hönd.  Púrtvínið styrkir sálina og eykur vellíðan og á því þurfum við einmitt að halda núna.  Vínsíðan mælir með Fonseca Vintage Port 1997.  Það er þétt og sætt með góða fyllingu, mikinn berjamassa og öflug en samt silkimjúk tannín.  Langt og gott eftirbragð sem dreifir huganum og áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu!
Þeir sem vilja gleðjast opna að sjálfsögðu kampavín og þá dugir fátt annað en Bollinger Brut Special Cuvée.  Kampavín njósnara og fyrirmann en einnig alls almennings.  Góð fylling, þurrt og ferskt með breiðan ilm, kakó, sítrusávöxt , epli og ferskjur.

Vinir á Facebook