Bestu veitingastaðirnir á Bretlandi

Í helgarferð minni till London í september (áður en Íslendingar voru gerðir að hryðjuverkamönnum) borðuðum við á nokkrum góðum veitingastöðum.  Til að bóka borð á þessum stöðum (og reyndar til að velja staðina) notaði ég vefsíðuna Toptable.  Þetta er bresk síða þar sem notendur (gestir veitingahúsanna) gefa stöðunum einkunn út frá eigin áliti á staðnum og heimsókninni þangað.  Nú hefur síðan birt lista yfir 100 bestu veitingahúsin á Bretlandi (og utan Bretlands), þ.e.a.s. 10 bestu staðina í hinum ýmsu undirflokkum, s.s. besti staðurinn, hvar maður fær mest fyrir peninginn, bestu dýru og ódýru staðirnir o.s.frv.  Besti staðurinn taldist vera Martin Wishart í Edinborg, en athyglisvert er að 3 af 4 efstu stöðunum eru í Skotlandi!
Við vorum mjög ánægð með þá staði sem við borðuðum á og ég er alls ekki hissa að sjá að einn þeirra – Clos Maggiore – er þriðji besti rómantíski staðurinn!  Það var líka okkar upplifun að þetta væri mjög rómantískur staður, þjónustan var óaðfinnanleg og maturinn frábær.  Þeir voru líka með góðan sommelier sem valdi frábært vín handa okkur.  Næst þegar ég fer til London (þ.e.a.s. þegar ég verð ekki lengur talinn til hryðjuverkamanna fyrir þjóðerni mitt) mun ég fara aftur á Clos Maggiore!
Listann getið þið séð hérna.

Vinir á Facebook